Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 21. maí, kl. 9:00 var haldinn 343. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Helgadóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Sunna Stefánsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram uppfært fundardagatal fyrir umhverfis- og skipulagsráð fyrir árið 2025 þar sem fjármálafundur, forgangsröðun verkefna innan fjárhagsramma færist frá 28. maí 2025 til 11. júní 2025. USK23030154
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fyrirhugaðri þjónustuaukningu hjá Strætó í haust.
Ragnheiður Einarsdóttir, Jónas Bjarnason og Jóhannes Svavar Rúnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.- Kl. 09:10 tekur Ólöf Örvarsdóttir sæti á fundinum
- Kl. 09:15 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum USK25050186Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn þakkar fyrir góða kynningu á fyrirhugaðri þjónustuaukningu Strætó. Aukning á tíðni á leiðum er góð framvinda og nauðsynleg til auka notendafjölda. Um leið bendir Framsókn á að ónákvæmni i rauntíma staðsetningu vagna sem og strætóar á lifandi korti sem eru ekki á leið einskonar draugastrætóar, dregur úr trausti almennings og hafa hefur mögulega áhrif á nýtingu.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á hugmyndum um stærri strætóskýli.
Vésteinn G Hauksson og Bjarni Rúnar Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK22030050Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt til að skjólgóð og upphituð biðskýli verði sett upp á fjölförnum biðstöðvum í Reykjavík. Var tillaga Sjálfstæðisflokksins um málið meðal annars flutt í borgarstjórn í mars 2023. Slík biðskýli hafa lengi verið í notkun erlendis og sannað er að þau bæta heildarupplifun farþega og stuðla þannig að fjölgun þeirra. Ánægjulegt er að nú stefnir loks í að lokuð og skjólgóð biðskýli verði að veruleika í borginni. Óskað er eftir því að leitast verði við að hita umrædd skýli upp. Ljóst er að orkukostnaður er mun lægri í Reykjavík en í ýmsum erlendum borgum þar sem upphituð biðskýli er að finna.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á áætluðum verkefnum í miðborginni í sumar.
Rebekka Guðmundsdóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir verkefnið. USK25040148Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2025. USK22120094
Fylgigögn
-
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í maí 2025, vegna nýrra deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga fyrir Sæbrautarstokk. Til stendur að setja Sæbraut í stokk á um 1 km löngum kafla, frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Eitt af markmiðum með gerð vegstokka er að bæta umhverfisgæði í aðliggjandi byggð og tengja betur saman hverfi sem eru aðskilin með umferðarþungum stofnbrautum. Á yfirborði stokksins er fyrirhugaður nýr borgargarður sem myndar græna tengingu milli Vogahverfis og Vogabyggðar. Með tilkomu stokksins verða hljóðvist og loftgæði á svæðinu betri og tækifæri skapast fyrir nýja byggð meðfram austurhluta stokksins.
Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Veitum ohf., Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Umhverfis- og orkustofnun, Náttúruverndarstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Gerðarsafni, Strætó bs. og kynna hana fyrir almenningi.
Þóra Kjarval, Kristján Árni Kristjánsson og Þorsteinn R Hermannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25050165
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Við fögnum þeim mikilvæga áfanga sem felst í skipulagslýsingu Sæbrautarstokks. Stokkurinn liggur frá Miklubraut norður fyrir gatnamót við Kleppsmýrarveg og Skeiðarvog og verður um 1 km á lengd. Eitt mikilvægasta markmið stokksins er að bæta lífsgæði í nærliggjandi byggð og tengja saman íbúðarhverfi sem eru aðskilin með umferðarþungum stofnbrautum. Á yfirborði stokksins verður borgargarður. Loftgæði og hljóðvist mun batna verulega í aðliggjandi hverfum. Við teljum mikilvægt að í áframhaldandi skipulagsvinnu verði sérstök áhersla lögð á öryggi gangandi vegfarenda við gatnamót Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta, dags. 21. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands, sem felst í breytingu á skilgreiningu reitsins úr ræktunarsvæði í blandaða byggð íbúða og þjónustu. Einnig er lögð fram greinargerð THG Arkitekta ásamt samþykki lóðarhafa að Lambhagavegi 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29 og 31, dags. 17. febrúar 2025. Einnig er lagt fram yfirlit yfir lóðaleigusamninga. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025.
Frestað. USK25020270 -
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 12. maí 2025 ásamt fylgigögnum. USK25010025
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar Naustarinnar, milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis, í samræmi við meðfylgjandi forhönnun með smávægilegum breytingum.
SamþykktBjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25050219
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki tillögu að breytingum á akstri eftirfarandi strætóleiða:
1 . Að leið 4 aki Kringlumýrarbraut í stað þess að taka krók um Háaleitisbraut og Miklubraut
2 . Að leið 25, Spöngin - Gufunes, aki aðskilið í hvora átt fyrir sig.
3 . Að framboð ferða á leið 29, Kjalarnes – Háholt, sé aukið þannig að í boði verði sambærilegur fjöldi ferða og á leið 25, þ.e. á hálftíma fresti virka daga og 8 ferðir á laugardögum og 6 ferðir á sunnudögum.Liður 1: Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokki fólksins, og Framsóknarflokks gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Liðir 2 og 3: Samþykkt
Vísað til borgarráðs USK25040300Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fyrirhuguð breyting á leið 4, Skúlagata-Mjódd, mun hafa í för með sér verulega skerðingu á strætisvagnaþjónustu í Múlahverfi. Við breytinguna mun leiðin hætta að þjóna tíu biðstöðvum í þessu fjölsótta hverfi. Í hverfinu eru margir fjölmennir vinnustaðir, vinsælar verslanir og Fjölbrautaskólinn við Ármúla svo eitthvað sé nefnt. Fyrirhugaðar breytingar á leið 25 og 29 eru til bóta.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð fundargerðar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 13. maí 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um drög að breytingum á fyrirliggjandi samþykkt um skilti í Reykjavík.
Frestað USK22120087 -
Fram fer kynning á fyrirliggjandi breytingum á umhverfis- og skipulagssviði sem samþykkt var í borgarráði, sbr. 1. liður fundargerðar borgarráðs dags. 15. maí 2025.
- Kl. 11:37 tekur Guðmundur Benedikt Friðriksson sæti á fundinum. USK25050281
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Tímabærar breytingar verða nú gerðar á skipulagsferlum borgarinnar. Þeim er ætlað að bæta þjónustuviðmót og verklag og auka gæði, skilvirkni og gagnsæi í húsnæðisuppbyggingu í borginni með því meðal annars að sameina embætti skipulags- og byggingafulltrúa. Allur ferillinn verður skilvirkari, allt frá skipulagsgerð, sölu og þróun lóða og til samningsgerðar og uppbyggingar. Samhliða er verið að og taka enn betur utan um eignir borgarinnar og viðhald með því að sameina á einum stað viðhalds- og eignaumsýslu. Um leið er verið að skerpa á eftirliti og aðhaldi og verður innkaupastýring og samningastjórnun efld og kostnaðareftirlit með framkvæmdum hert. Allar þessar breytingar miða að því að efla þjónustu, stytta boðleiðir, flýta húsnæðisuppbyggingu en tryggja um leið gæðin. Þá fela þær einnig í sér mikil samlegðaráhrif og fjárhagslegt hagræði til skemmri og lengri tíma.
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 8. maí 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 21 við Skipholt. USK25010262
- Kl. 11:55 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundi
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 8. maí 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna-Hallsvegar suður vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg vegna nýrrar endurvinnslustöðvar SORPU bs. USK23070113
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 8. maí 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Efstalands 26-28 vegna lóðarinnar nr. 26 við Efstaland. USK25030188
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 15. maí 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á trúnaðarmerktum tillögum að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2025. USK25010158
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerð á gangstétt við Fylkisveg, sbr. 14. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. maí 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25050215 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurmat á framkvæmdum við Fossvogsbrú vegna kostnaðaraukningar, sbr. 15. liður umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. maí 2025.
Vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokki fólksins gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Fulltrúar Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK25050227Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í gildi er samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins. Tillögunni er vísað frá þar sem það er hvorki á forræði ráðsins að ákveða að víkja frá sáttmálanum né ákveða fjármögnunina.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um akreinar borgarlínu, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. maí 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25050216 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Viðreisnar um gögn vegna viðhalds gangstétta og göngustíga, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. maí 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25050226Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Viðreisnar um afhendingu gagna vegna ástands gangstétta og göngustíga. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 30. apríl sl. óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum um ástand gangstétta í borginni. Vinna við slíkt ástandsmat hefur staðið yfir hjá borginni undanfarin ár og sjálfsagt er að upplýsa borgarfulltrúa sem fyrst um afrakstur þeirrar vinnu.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að viðhald vega í Heiðmörk verði bætt í því skyni að draga úr rykmengun. Þá verði umhverfisvænt malbik lagt á fjölfarnasta hluta Heiðmerkurvegar.
Frestað. USK25050346
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á gangstéttum við Ljósvallagötu. Gangstétt við götuna er víða eydd, sprungin og ójöfn, einkum við austurkant hennar.
Frestað. USK25050348
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á gangstéttum við Selásbraut. Gangstéttir við götuna eru víða eyddar, sprungnar og ójafnar.
Frestað. USK25050347
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í uppsetningu skjólgóðra og upphitaðra biðskýla í Reykjavík í því skyni að auka þjónustu við strætisvagnafarþega. Eftirfarandi staðir verði teknir til skoðunar að þessu leyti; Ártún, Borgarholtsskóli, Borgarspítalinn, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hlemmur, Kvennaskólinn í Reykjavík, Kringlan, Lækjartorg, Landspítalinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn við Sund, Menntaskólinn í Reykjavík, Mjóddin, Spöngin, Tækniskólinn og Verzlunarskóli Íslands.
Frestað. USK25050354
Fundi slitið kl. 12:03
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir
Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 21. maí 2025